Hoppa yfir valmynd
21. janúar 2003 Matvælaráðuneytið

Tilkynning frá Norðurslóðaáætluninni



Næsti frestur til þess að senda inn umsókn til Norðurslóðaáætlunarinnar
(Northern Periphery Programme- NPP) er til 14. mars 2003.

Norðurhéruð Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Skotlands ásamt Færeyjum,
Grænlandi og Íslandi eiga aðild að Norðurslóðaáætluninni. Einnig geta aðilar
frá norðvesturhluta Rússlands tekið þátt í verkefnum.

Norðurslóðaáætluninni er ætlað að stuðla að samstarfsverkefnum sem miða að
því að finna lausnir og/eða stunda rannsóknir á sameiginlegum viðfangsefnum
norðurhéraða í byggða- og atvinnumálum. Áherslur verkefna geta verið af
þrennum toga. Í fyrsta lagi verkefni tengd samgöngu- og fjarskiptamálum, í
öðru lagi verkefni tengd atvinnuþróun og vistvænni nýtingu náttúruauðlinda
og í þriðja lagi verkefni tengd eflingu samfélaga á norðurslóðum.
Góður byrjunarreitur við leit að samstarfsaðilum er að skrá verkefnahugmynd
á heimasíðu Norðurslóðaáætlunarinnar og óska þar formlega eftir
samstarfsaðilum:
<http://www.northernperiphery.net/ps/ideas.asp>
Á heimasíðunni er einnig hægt að skoða verkefnahugmyndir sem aðrir hafa sent
inn: <http://www.northernperiphery.net/ps/search.asp>

Landsskrifstofur eru í hverju þátttökulandi og þær aðstoða við leit að
samstarfsaðilum ásamt því að annast kynningu á áætluninni í viðkomandi
landi. Á Íslandi er það Byggðastofnun sem gegnir hlutverki landsskrifstofu
Norðurslóðaáætlunarinnar.

Mögulegt er að sækja um undirbúningsstyrk til þess að móta verkefni og leita
samstarfsaðila. Annars vegar eru veittir styrkir að hámarki 5.000 Evrur (um
425.000 ISK) til þess að finna samstarfsaðila en þessir styrkir eru
sérstaklega ætlaðir til að auðvelda vestnorrænu löndunum, Íslandi, Færeyjum
og Grænlandi, þátttöku í verkefnum (Micro projects). Hins vegar eru veittir
styrkir að hámarki 15.000 Evrur (um 1.275.000 ISK) til þess að vinna
forverkefni og skrifa umsókn (Preparatory projects). Engin formlegur
umsóknarfrestur er fyrir undirbúningsstyrki.

Nánari upplýsingar um Norðurslóðaáætlunina veitir starfsmaður þróunarsviðs
Byggðastofnunar Ingunn Helga Bjarnadóttir - [email protected]

Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu áætlunarinnar:
www.northernperiphery.net

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum