Hækkun á leyfilegum heildarafla ufsa, sandkola, kolmunna og úthafskarfa.
FRÉTTATILKYNNING
Hækkun á leyfilegum heildarafla ufsa, sandkola, kolmunna og úthafskarfa
Sjávarútvegráðherra hefur ákveðið að auka við aflaheimildir á fiskveiðiárinu 2002/2003 sem hér segir.
Aflaheimildir í;
ufsa hækka úr 37.000 tonnum verða 45.000 tonn
sandkola hækka úr 4.000 tonnum verða 7.000 tonn
kolmunna hækka úr 282.000 tonnum verða 318.000 tonn
úthafskarfa hækka úr 45.000 tonnum verða 55.000 tonn
(Þar af 10 þús. tonn úr efri stofni eins og árið 2002)
Þessar breytingar eru meiri í þorskígildum talið en samdráttur í leyfilegum heildarafla þorsks sem kynntur var í júní sl. eða 12.000 þorskígildistonn á móti 11.000 tonnum.
Gera má ráð fyrir að hækkun á leyfilegum heildarafla ofangreindra tegunda auki útflutningsverðmæti útfluttra sjávarafurða um 2,5-2,8 milljarða. Þetta felur í sér að útflutningstekjur sjávarafurða hækka um liðlega 2% frá fyrri áætlunum.
Að öllu samanlögðu munu því ákvarðanir sjávarútvegsráðherra leiða til þess að útflutningsverðmætið á árinu 2002 verður ríflega 130 milljarðar kr. í stað 128 milljarða kr. eins og áætlað hafði verið.
Sjávarútvegsráðuneytið 24. janúar, 2003