Hoppa yfir valmynd
27. janúar 2003 Matvælaráðuneytið

Aukning loðnukvótans.

Aukning loðnukvótans.


Sjávarútvegsráðuneytið hefur að tillögu Hafrannsóknastofnunarinnar aukið heildarloðnukvóta yfirstandandi vertíðar úr 690 þús. lestum í 910 þús. lestir eða um 220 þús. lestir. Kemur þessi aukning öll í hlut íslensku loðnuskipanna auk þess sem 30 þús. lestir bætast við hlut þeirra vegna fiskveiðisamnings Íslands við Evrópusambandið.

Áður hafði íslenskum loðnuskipum verið úthlutað rétt um 410 þús. lestum af loðnu og verður hlutur þeirra eftir aukninguna því um 660 þús. lestir. Í skýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar um nýlokinn mælingaleiðangur stofnunarinnar segir, að líklegt sé að stærð veiðistofnsins sé vanmetin og því er gert ráð fyrir að loðnustofninn verði mældur á ný í febrúarmánuði n.k..

Sjávarútvegsráðuneytinu, 27. janúar 2003.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum