Ráðherra afhendir barnaspítala
Ráðherra afhendir barnaspítala
Barnaspítali Hringsins var vígður með viðhöfn sunnudaginn 26. janúar 2003. Meðal viðstaddra voru forseti Íslands, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, ráðherrar, og borgarstjórinn í Reykjavík. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra ávarpaði gesti og afhenti þeim sem reka eiga spítalann mannvirkið til notkunar, en auk hans fluttu ávörp Hjálmar Árnason, alþingismaður og formaður byggingarnefndar, Ólafur Friðriksson byggingaverktaki, Magnús Pétursson forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss, Ásgeir Haraldsson, prófessor og forstöðumaður fræðasviðs á Barnaspítalanum, og Áslaug Viggósdóttir formaður Hringsins.
ÁVARP RÁÐHERRA...