Skýrsla nefndar um samgöngur yfir Breiðafjörð
Nefndinni var annars vegar ætlað að leggja mat á þörfina fyrir flutninga með ferjum á siglingaleið Baldurs að teknu tilliti til uppbyggingar vegakerfisins um Barðaströnd og gera tillögur um þjónustu ferjunnar og fjölda ferða og hins vegar að leggja mat á nauðsynlega tegund skips til að mæta þeirri þörf sem talin er verða á flutningum í þágu atvinnulífs og íbúa svo og í þágu ferðamanna. Í nefndinni voru, Kristján Vigfússon, Siglingastofnun Íslands, formaður, Pétur Ágústsson skipstjóri,Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður, Sigfús Jónsson framkvæmdastjóri, Magnús Valur Jóhannsson umdæmisstjóri Vegagerðar, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir viðskiptafræðingur. Nefndin hefur skilað af sér meðfylgjandi tillögum til samgönguráðherra um framtíð samgangna yfir Breiðafjörð.
Skýrsla nefndar um samgöngur yfir Breiðafjörð (pdf - 104KB)