Hoppa yfir valmynd
3. febrúar 2003 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Kynning á nýrri námskrá fyrir hjúkrunar- og móttökuritara

Kynning á nýrri námskrá fyrir hjúkrunar- og móttökuritara á vef menntamálaráðuneytisins


Til þeirra er málið varðar.

Menntamálaráðuneytið hefur birt drög að nýrri námskrá fyrir hjúkrunar- og móttökuritara á vef sínum, menntamalaraduneyti.is

Um er að ræða nýtt nám fyrir starfsfólk í heilbrigðisþjónustu sem annast móttöku sjúklinga, ýmiss konar skráningu gagna og almenn skrifstofustörf. Námið er 71 eining og skiptist í þriggja anna bóklegt nám, samtals 49 einingar, og 24 vikna starfsþjálfun á heilbrigðisstofnunum sem metin er til 24 eininga.

Námskrárdrögin verða til kynningar á framangreindu vefsvæði næstu fjórar vikurnar eða til 3. febrúar 2003. Á þeim tíma gefst hagsmunaaðilum og almenningi kostur á að senda inn athugasemdir og ábendingar um námskrána í heild, eða einstaka þætti hennar, til menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Einnig er hægt að senda athugasemdir á netfangið [email protected]

Að loknu umsagnarferlinu mun ráðuneytið gera þær lagfæringar á námskránni sem nauðsynlegar teljast, staðfesta hana og senda auglýsingu um gildistöku hennar til birtingar í Stjórnartíðindum. Námskráin verður að því loknu birt á námskrárvef ráðuneytisins.

Farið er fram á að efni þessa bréfs sé kynnt fyrir þeim sem það á erindi til.

(Janúar 2003)


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta