Hoppa yfir valmynd
3. febrúar 2003 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Kynning á nýrri námskrá málmsuðubrautar

Kynning á nýrri námskrá málmsuðubrautar á vef menntamálaráðuneytisins


Til þeirra er málið varðar.

Menntamálaráðuneytið hefur birt drög að nýrri námskrá málmsuðubrautar á vef sínum, menntamalaraduneyti.is.

Um er að ræða nýtt nám fyrir málmsuðumenn. Námið er bæði ætlað starfandi málmsuðumönnum í fyrirtækjum þar sem málmsuða er notuð sem samsetningaraðferð við almennar málmsmíðar og við sérhæfð málmsuðustörf þar sem krafist er hæfnisprófs. Nám á málmsuðubraut er 75 einingar og tekur mið af kröfum Evrópska málmsuðusambandsins um þekkingu og færni. Náminu má haga með ýmsum hætti og geta nemendur tekið einstaka þætti þess sérstaklega og öðlast færni í einni tiltekinni suðuaðferð. Ekki er gerð krafa um starfsþjálfun á vinnustað í námskrá málmsuðubrautar né heldur er um að ræða almennt bóknám.

Námskrárdrögin verða til kynningar á framangreindu vefsvæði næstu fjórar vikurnar eða til 28. febrúar 2003. Á þeim tíma gefst hagsmunaaðilum og almenningi kostur á að senda inn athugasemdir og ábendingar um námskrána í heild, eða einstaka þætti hennar, til menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Einnig er hægt að senda athugasemdir á netfangið [email protected]

Að loknu umsagnarferlinu mun ráðuneytið gera þær lagfæringar á námskránni sem nauðsynlegar teljast, staðfesta hana og senda auglýsingu um gildistöku hennar til birtingar í Stjórnartíðindum. Námskráin verður að því loknu birt á námskrárvef ráðuneytisins.

Farið er fram á að efni þessa bréfs sé kynnt fyrir þeim sem það á erindi til.


(Janúar 2003)


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum