Hoppa yfir valmynd
4. febrúar 2003 Utanríkisráðuneytið

Ísland heiðursþjóð í Washington-maraþoninu

Nr. 008

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Ísland heiðursþjóð í Washington-maraþoninu

Ákveðið hefur verið að Ísland verði heiðursþjóð í næsta Washington-maraþonhlaupi sem fram fer 23. mars nk. en í því felst m.a. að kastljósinu verður varpað að Íslandi í dagskrá hlaupsins og á heimasíðu þess. Sendiráð Ísland í Washington D.C. og verkefnið Iceland Naturally munu bjóða til móttöku við marklínu hlaupsins og sendiherra Íslands í Bandaríkjunum mun færa sigurvegurum blómsveiga, í boði Reykjavíkurmaraþons.

Talið er að allt að 100 þúsund manns hafi fylgst með Washington-maraþoninu í fyrra og voru skráðir þátttakendur á níunda þúsund. Hlaupið er framhjá helstu minnismerkjum, byggingum og söfnum borgarinnar og er þessi hlaupaleið í höfuðborg Bandaríkjanna eitt helsta aðdráttarafl maraþonsins. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu hlaupsins www.washingtondcmarathon.com.

Dagana fyrir hlaupið, 21. - 22. mars nk., fer fram í Washington D.C. vörusýningin "Sport and Fitness Expo" þar sem fyrirtæki sem tengjast íþróttum og útivist kynna sína þjónustu. Gert er ráð fyrir að 15 - 20 þúsund manns sæki hana í ár. Fyrirtækjum sem hafa áhuga á því að kynna þjónustu sína eða vörur á sýningunni er bent á að hafa samband við viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins í New York, sími 001-212-593-2700 eða [email protected].



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 4. febrúar 2003


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta