Hoppa yfir valmynd
4. febrúar 2003 Matvælaráðuneytið

Nýr framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.


Stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins samþykkti á fundi sínum þann 3. febrúar s.l. að ráða Gunnar Örn Gunnarsson, vélaverkfræðing, sem framkvæmdastjóra sjóðsins í stað Úlfars Steindórssonar sem nýlega sagði starfi sínu lausu.

Gunnar Örn sem er 45 ára, var settur í stöðu skrifstofustjóra á skrifstofu byggðamála í iðnaðarráðuneytinu frá 1. janúar s.l. til eins árs. Hann hefur á undanförnum árum unnið við framleiðslu og fyrirtækjastjórnun meðal annars hjá Íslenska álfélaginu, Marel og Kísiliðjunni við Mývatn.
Gunnar Örn Hann lauk vélaverkfræðiprófi í Háskóla Íslands 1982 og mastersprófi í DTH í Kaupmannahöfn 1984.

Alls bárust 37 umsóknir um starfið en umsóknafrestur var til 28. janúar s.l.. Gunnar Örn mun hefja störf sem framkvæmdastjóri sjóðsins þann 1. mars 2003.

Sjá nánar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum