Hoppa yfir valmynd
5. febrúar 2003 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Endurskoðun á almennum hluta aðalnámskrár framhaldsskóla 2003

Til skólaskrifstofa grunnskóla, Samb. ísl. sveitarfélaga, framhaldsskóla, háskóla, starfsgreinaráðum og Samstarfsnefnd um starfsnám, samtöka kennara og skólameistara á framhaldsskólastigi.

Endurskoðun á almennum hluta aðalnámskrár framhaldsskóla 2003

Menntamálaráðuneytið hefur að undanförnu unnið að endurskoðun á almennum hluta aðalnámskrár framhaldsskóla frá 1999 og eru drög að endurskoðaðri gerð hennar birt á heimasíðu ráðuneytisins, menntamalaraduneyti.is

Við endurskoðun aðalnámskrárinnar hefur ekki verið vikið frá þeirri stefnumótun sem birtist í lögum um framhaldsskóla nr. 80/1996 né þeirri stefnu sem mörkuð var með aðalnámskrá framhaldsskóla 1999. Hins vegar hefur verið leitast við að skerpa á orðalagi þar sem það kann að hafa verið óljóst og jafnframt var bætt inn nýmælum sem ákvarðanir hafa verið teknar um frá 1999. Meðal þess sem hér um ræðir er viðbótarnám til stúdentsprófs fyrir nemendur í starfsnámi, skilyrði um innritun í framhaldsskóla, atriði er varða stefnumörkun í starfsnámi og ákvæði um mat á óformlegu námi. Almennur hluti námskrárinnar er birtur í sérstöku hefti, en gert er ráð fyrir að í framhaldinu verði brautalýsingar einnig birtar í sérstöku hefti.

Námskrárdrögin verða til kynningar á framangreindu vefsvæði næstu fjórar vikurnar eða til 28. febrúar 2003. Á þeim tíma gefst hagsmunaaðilum og almenningi kostur á að senda inn athugasemdir og ábendingar um námskrána í heild, eða einstaka þætti hennar, til menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Einnig er hægt að senda athugasemdir á netfangið [email protected]

Að loknu umsagnarferlinu mun ráðuneytið gera þær lagfæringar á námskránni sem nauðsynlegar teljast, staðfesta hana og senda auglýsingu um gildistöku hennar til birtingar í Stjórnartíðindum. Námskráin verður að því loknu birt á námskrárvef ráðuneytisins.

Farið er fram á að efni þessa bréfs sé kynnt fyrir þeim sem það á erindi til.

(Febrúar 2003)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta