Samningur við Vesturfarasetrið undirritaður
5. febrúar 2003
Í gær, þriðjudaginn 4. febrúar, undirrituðu Davíð Oddsson, forsætisráðherra og Valgeir Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Vesturfarasetursins á Hofsósi samning um þjónustu á sviði menningartengsla milli Íslendinga og fólks af íslenskum ættum sem búsett er í Norður Ameríku. Með þessum samningi vill forsætisráðuneytið efla starfsemi Vesturfarasetursins á Hofsósi ennfrekar og undirstrika mikilvægi þess að viðhalda þekkingu á sögu vesturferða og auðvelda samskiptin milli Íslendinga og fólks af íslensku bergi brotið sem býr í Vesturheimi. Meðfylgjandi mynd var tekin við það tækifæri.
- Samningur forsætisráðuneytisins og Vesturfarasetursins
- Samningur forsætisráðuneytisins og Vesturfarasetursins (doc - 21kb)