Samið verður við grænlensk stjórnvöld um að hefja á ný flug á milli Íslands og Suður-Grænlands
Landsstjórnin hafði á þeim tíma lýst sig reiðubúna til að leggja fram 13,5 millj. ísl. króna á ári gegn því að Ísland legði fram 8,5 millj. ísl. króna. Gert var ráð fyrir 3 millj. króna úr SAMIK-samstarfinu. Samtals 25 millj. króna.
Grænlenska heimastjórnin leggst nú gegn því að fé úr SAMIK-samstarfinu fari til annars en markaðssetningar á fluginu og leggur til að samningurinn við Flugfélag Íslands byggi á jöfnu framlagi frá hvoru landi, 12,5 millj. króna. Er því leitað eftir heimild ríkisstjórnarinnar vegna þessara fjögurra milljóna sem út af standa. Flugfélag Íslands hefur þegar selt nokkur hundruð miða á flugleiðinni þar sem samningar virtust í höfn á haustmánuðum.
Samgönguráðherra hefur óskað eftir heimild fjármálaráðherra til að nýta til þessa verkefnis eftirstöðvar af 15 millj. króna fjárheimild af fjárlögum ársins 2000. Þeir fjármunir voru upphaflega ætlaðir til uppbyggingar ferðamála í Scoresbysundi á Grænlandi en ekki verið nýttir fram að þessu. Í framhaldinu yrði síðan leitað eftir frekari fjárveitingum til að geta uppfyllt samninginn á árunum 2004 og 2005.
Brýnt er að flýta máli þessu þar sem Flugfélag Íslands þarf á allra næstu dögum að ganga frá leigu á flugvél frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til verkefnisins.