Hoppa yfir valmynd
7. febrúar 2003 Mennta- og barnamálaráðuneytið

UT2003 í Verkmenntaskólanum á Akureyri

Til skólastjórnenda
og skólaskrifstofa

UT2003

Ráðstefnan UT2003 um notkun upplýsingatækni í skólastarfi verður haldin í Verkmenntaskólanum á Akureyri dagana 28. febrúar og 1. mars n.k. undir slagorðinu "Er ekki kominn tími til ...".

Á ráðstefnunni verður fjallað um jafnrétti til náms í byggðum landsins og framtíðarsýn sem byggist á fenginni reynslu við notkun upplýsingatækni í námi og kennslu. Við stöndum á tímamótum því tilraunir undanfarinna ára hafa skilað árangri sem vert er að nýta til skipulegrar og markvissrar uppbyggingar. Meginviðfangsefni ráðstefnunnar verður umfjöllun um hvar helst þurfi að taka til hendinni svo að upplýsingatækni verði sjálfsagður þáttur í öllu skólastarfi.
Vil ég hvetja ykkur til að koma á ráðstefnuna, kynna hana fyrir starfsfólki ykkar og benda því á að skrá sig tímanlega til þátttöku. Skráning fer fram á heimasíðunni www.menntagatt.is/ut2003. Með þátttöku gefst færi á að koma sjónarmiðum á framfæri, skoða möguleikana á nýbreytni í skólastarfi og taka þátt í þeirri deiglu nýsköpunar sem ráðstefnunni er ætlað að vera.

Undanfarin fjögur ár hefur menntamálaráðuneytið staðið fyrir ráðstefnum sem tengjast upplýsingatækni í skólastarfi undir heitinu UT. Ráðstefnum þessum hefur verið vel tekið af skólafólki en um 1300 manns tóku þátt á síðasta ári. Hafa ráðstefnurnar skapað góðan vettvang fyrir skólastjórnendur, kennara og aðra áhugasama til að finna lausnir og miðla nýjungum í upplýsingatækni í skólastarfi. Á UT2003 er lögð meiri áhersla á umræður og virka þátttöku en áður hefur verið.

(Febrúar 2003)


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta