Hoppa yfir valmynd
12. febrúar 2003 Heilbrigðisráðuneytið

Úrskurði fagnað

12. febrúar 2003



Úrskurði fagnað
Magnús Magnússon, kvikmyndagerðarmaður, Ævar Petersen, fuglafræðingur, og fleiri náttúrverndarsinnar hittu Jón Kristjánsson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, í gær og færðu honum gjafir í tilefni úrskurðar hans í Norðlingaöldumálinu.

Magnús Magnússon, kvikmyndagerðamaður, afhenti og bað Jón Kristjánsson taka við öllum fuglamyndum sínum sem gerðar hafa verið fyrir sjónvarp á löngum ferli til svo að færa barnaspítala Hringsins að gjöf. Um er að ræða 16 spólur, eða 14 klukkustundir af efni um fugla heimsins, eins og Magnús komast að orði þegar hann afhenti ráðherra gjöfin í dag. Margir þættirnir hafa vakið verðskuldaða athygli.

– Úrskurðurinn var stórkostlegur, ljós í myrkri, sagði Magnús, í ávarpi sem hann flutti ráðherra í heilbrigðisráðuneytinu í dag. Sagðist Magnús vonast til að úrskurður Jóns vísaði veginn inn í framtíðina og að hann væri upphaf þess að menn gengju varlegar um viðkvæma íslenska náttúru en þeir hefðu áður gert og gerðu sér gleggri grein fyrir mikilvægi hennar. Sagðist Magnús líka vilja með gjöfinni vilja gefa börnunum sem þyrftu að dvelja á barnaspítalanum kost á að kynnast íslenskri náttúru með þessum hætti.

Dóttir Magnúsar færði síðan Jóni Kristjánssyni fagra mynd af Þjórsárverum, sem dr. Þóra Ellen Þórhallsdóttir tók, en Þóra er einn sérfræðinganna sem rannsakað hafa gróðurfar friðlandsins hvað mest.

Fulltrúi Fuglaverndarfélagsins færði síðan ráðherra vandaða fuglahandbók og lét afar vinsamleg orð falla í garð setts umhverfisráðherra.

Í þakkarávarpi sínu sagði ráðherra að sér þætti einstaklega vænt um þann heiður sem sér væri sýndur. Sagðist hann hafa orðið þess áþreifanlega var síðust daga hversu vel úrskurður sinn mæltist fyrir hjá þjóðinni. – Mér er það enn betur ljóst nú, eftir þennan úrskurð, hve nærri þjóðarsálinni Þjórsárverin eru og það er kannski rétt að segja að þjóðin sé með Þjórsárverin inní sér.

Jón lauk þakkarávarpi sínu með þessu orðum: - Mér þykir afar vænt um heimsókn ykkar hingað í dag, um gjafirnar, en fyrst og fremst um góðan hug ykkar og þau vinsamlegu orð sem þið létuð falla hér í dag.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta