Hoppa yfir valmynd
13. febrúar 2003 Forsætisráðuneytið

Gjöf Jóns Sigurðssonar

Frétt nr.: 4/2003

Úthlutun verðlaunanefndar Gjafar Jóns Sigurðssonar

Lokið er úthlutun úr sjóðnum Gjöf Jóns Sigurðssonar. 21 aðili hlaut viðurkenningu verðlaunanefndar sjóðsins. Samtals var úthlutað kr. 8.325.000.–. Styrkþegar að þessu sinni eru:

1) Aðalgeir Kristjánsson vegna ævisögu Konráðs Gíslasonar, prófessors í Kaupmannahöfn, kr. 450.000.–.

2) Baldur Hafstað og Haraldur Bessason vegna útgáfu ritsins Úr manna minnum, kr. 450.000.–.

3) Davíð Ólafsson vegna ritanna Burt – og meir en bæjarleið (Davíð Ólafsson og Sigurður Gylfi Magnússon tóku saman), kr. 112.500.–, og Bækur lífsins, kr. 225.000.–.

4) Gunnar G. Schram fyrir ritið Hafréttur, kr. 225.000.–.

5) Helga Sigurjónsdóttir vegna ritsins Sveitin mín – Kópavogur, kr. 225.000.–.

6) Helgi Þorláksson fyrir bókina Sjórán og siglingar. Ensk-íslensk samskipti 1580–1630, kr. 450.000.–.

7) Jón Karl Helgason fyrir verkin Hetjan og höfundurinn, kr. 225.000.–, og Höfundar Njálu, kr. 225.000.–.

8) Jón Hjaltason fyrir bókina Saga Akureyrar, III. bindi, kr. 450.000.–.

9) Jón Viðar Jónsson vegna útgáfu leikritanna Skugginn og Rung læknir eftir Jóhann Sigurjónsson, kr. 225.000.–, og vegna útgáfu ritsins: Gagnrýnandinn sem þjóðin gleymdi. Um leiklistargagnrýni Agnars Bogasonar, kr. 225.000.–.

10) Jón Þ. Þór vegna ritanna Sjósókn og sjávarfang. Saga sjávarútvegs á Íslandi, 1. bindi, kr. 225.000.–, og ævisögu Valtýs Guðmundssonar, kr. 225.000.–.

11) Magnús Stefánsson fyrir verkið Staðir og staðamál. Studier i islandske egenkirkelige og beneficialrettslige forhold i middelalderen I., kr. 450.000.–.

12) Sagnfræðingafélag Íslands, Páll Björnsson, vegna ritsins Íslenskir sagnfræðingar, kr. 450.000.–.

13) Sigríður Dúna Kristmundsdóttir vegna verkanna Björg. Ævisaga Bjargar C. Þorláksson, kr. 225.000.– , og Björg. Verk Bjargar C. Þorláksson, kr. 225.000.–.

14) Sigurður Gylfi Magnússon vegna ritanna Burt – og meir en bæjarleið (Davíð Ólafsson og Sigurður Gylfi Magnússon tóku saman), kr. 112.500.– , og Fortíðardraumar, kr. 225.000.–.

15) Skúli Sigurðsson vegna ritsins Ísland rafvætt, kr. 450.000.–.

16) Sumarliði R. Ísleifsson fyrir ritið Saga hugverkaréttinda í íslensku atvinnulífi á 19. og 20. öld, kr. 225.000.–.

17) Valur Ingimundarson fyrir ritið Uppgjör við umheiminn, kr. 450.000.–.

18) Viðar Hreinsson vegna ritsins Landneminn mikli. Ævisaga Stephans G. Stephanssonar, kr. 450.000.–.

19) Þorleifur Óskarsson vegna ritsins Saga Reykjavíkur – í þúsund ár 870–1870, kr. 450.000.–.

20) Þorvaldur Gylfason fyrir ritið Framtíðin er annað land, kr. 225.000.–

21) Þór Whitehead vegna ritsins Ísland í hers höndum, kr. 450.000.–.


Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar er kosin af Alþingi. Í henni eru nú Ólafur Oddsson, formaður, Ragnheiður Sigurjónsdóttir og Magdalena Sigurðardóttir. – Sjóðurinn var stofnaður samkvæmt erfðaskrá Ingibjargar Einarsdóttur, ekkju Jóns Sigurðssonar forseta, dagsettri 12. desember 1879. Alþingi samþykkti reglur um sjóðinn 24. ágúst 1881, og þær voru staðfestar af konungi 27. apríl 1882. – Sjóðurinn veitti um skeið allmörgum fræði- og vísindamönnum viðurkenningar fyrir vel samin rit og styrkti útgáfu þeirra. Síðar varð hann lítils megnugur vegna verðbólgu. Hinn 29. apríl 1974 ákvað Alþingi að efla sjóðinn með ákveðnu framlagi. Skal árleg fjárveiting til sjóðsins eigi nema lægri upphæð en sem svarar árslaunum prófessors við Háskóla Íslands. – Í tímanna rás hafa verið gerðar lítils háttar breytingar á reglum um sjóðinn, en hin upphaflegu markmið hafa þó jafnan verið höfð í huga.

Í Reykjavík, 13. febrúar 2003

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta