Hoppa yfir valmynd
17. febrúar 2003 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Átak gegn verslun með konur - ráðstefna

Á fundi jafnréttismálaráðherra frá Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjunum hinn 15. júní 2001 sem átti sér stað á ráðstefnunni Konur og lýðræði (Women and Democracy) í Vilnius í Litháen var lögð fram tillaga um sameiginlega baráttu Norðurlandanna og Eystrasaltsþjóðanna gegn verslun með konur (mansal). Var í framhaldinu ákveðið að efna til sameiginlegs átaks jafnréttis- og dómsmálaráðherra nefndra ríkja sem fælist í að upplýsa almenning um viðfangsefnið og vandamál sem því tengdust. Hér á landi hefur skipulagning verkefnisins því verið sameiginlegt verkefni félagsmálaráðuneytis og dómsmálaráðuneytis, auk þess sem settur var á laggirnar undirbúningshópur ýmissa aðila til að undirbúa átakið hér á landi. Verkefnisstjórar átaksins hér á landi eru Ásta S. Helgadóttir, lögfræðingur í félagsmálaráðuneyti og Dís Sigurgeirsdóttir, lögfræðingur í dómsmálaráðuneyti.

Ákveðið hefur verið að átakið á Íslandi feli í sér útgáfu aukablaðs með Morgunblaðinu sem mun koma út laugardaginn 22. febrúar nk. Einnig verður haldin ráðstefna föstudaginn 28. febrúar nk. á Grand Hótel í Reykjavík og má sjá dagskrá hennar hér að neðan.

ÁTAK GEGN VERSLUN MEÐ KONUR
Kvikmyndasýning og ráðstefna dagana 27.–28. febrúar 2003

Laugarásbíó: Fimmtudagur 27. febrúar

14:00 Kvikmyndin Lilya 4-ever eftir sænska kvikmyndaleikstjórann Lukas Moodyson sýnd í Laugarásbíói. Aðgangseyrir er innifalin í þátttökugjaldi.

Dagskrá ráðstefnunnar

Grand Hótel: Föstudagur 28. febrúar

12:30 Skráning

13:00 Setning

13:10 Ávörp dómsmálaráðherra frú Sólveigar Pétursdóttur og félagsmálaráðherra herra Páls Péturssonar

13:30 Átak gegn verslun með konur og Palermosamningurinn
Gunilla Ekberg, yfirverkefnisstjóri átaks Norður-landanna og Eystrasaltsríkjanna gegn verslun með konur

14:00 Mansal í Bandaríkjunum
Andrew Lelling, lögfræðingur á mannréttindaskrifstofu bandaríska dómsmálaráðuneytisins

14:30 Nauðsyn lögreglusamvinnu
Camilla Örndahl, yfirmaður mansalsdeildar ríkislögreglustjórans í Stokkhólmi

15:00 Kaffihlé

15:30 "Ég fæ ekki mikið út úr því". Karlar og kynlífskaup
Ingólfur Gíslason, félagsfræðingur, Jafnréttisstofu

15:45 Áhrif kynlífsiðnaðar á ungar stúlkur
Guðrún Agnarsdóttir, læknir og forstöðumaður Neyðarmóttöku Landspítalans

15:55 Alþjóðavæðing, konur og mansal
Rósa Erlingsdóttir, stjórnmálafræðingur, jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands og verkefnisstjóri hjá Rannsóknarstofu í kvennafræðum

16:05 Hlutverk frjálsra félagasamtaka í baráttunni gegn verslun með konur
Margrét Steinarsdóttir, lögfræðingur í framkvæmdahópi Stígamóta

16:15 Framboð svarar eftirspurn
Þorbjörg Inga Jónsdóttir, hrl., framkvæmdastjóri Kvennaráðgjafarinnar og formaður Kvenréttindafélags Íslands

16:30 Fyrirspurnir

17:00 Ráðstefnuslit

Fundarstjóri er Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands

Vinsamlegast tilkynnið þáttöku til: [email protected]
(eða í síma: 545 9082) fyrir 26. febrúar næstkomandi.

Þátttökugjald er 1.500 kr. (innifalið er kvikmyndasýning og kaffi á ráðstefnunni)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta