Hoppa yfir valmynd
19. febrúar 2003 Matvælaráðuneytið

Nr. 2/2003 - Blaðamannafundur með landbúnaðarráðherra í Melabúðinni

Fréttatilkynning frá landbúnaðarráðuneytinu nr. 02/2003

Blaðamannafundur með landbúnaðarráðherra
í Melabúðinni, Hagamel 39


Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra tjáir sig um verðlækkanir á grænmeti og ávöxtum.

Verð á algengu grænmeti hefur lækkað um 30 – 60% á einu ári. Landbúnaðarráðherra hélt fréttamannafund í þessari sömu verslun fyrir um ári. Þá boðaði Guðni Ágústsson lækkun á háu grænmetisverði í kjölfar afnáms tolla og aðlögunarsamnings við garðyrkjubændur. Nú hafa áhrifin komið í ljós. Ráðherra mun fara yfir könnun Samkeppnisstofnunar, þar sem mælast miklar verðlækkanir á grænmeti í kjölfar þess að ráðherra felldi niður tolla af grænmeti. Þessar aðgerðir ráðherra leiddu fleira af sér til hagsbóta fyrir neytendur. Verðlækkun á ávöxtum eru dæmi um góð "jaðaráhrif" í þessu samhengi, því staðreyndin er sú að þó að ávextir hafi ekki borið tolla þá hefur verð á þeim lækkað um allt að 29%.

Það var í þessari sömu búð sem landbúnaðarráðherra tilkynnti um áhrif aðgerða á þessu sviði. Nú eru áhrifin komin í ljós. Í tilefni þessa býður landbúnaðarráðherra til blaðamannafundar í Melabúðinni til að fara yfir árangurinn. Fulltrúa frá ykkur er hér með boðið að mæta í verslunina klukkan 14:00 í dag 19. febrúar.

Frekari upplýsingar í síma 545 9750.

Landbúnaðarráðuneytinu,
19. febrúar 2003

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta