Hoppa yfir valmynd
20. febrúar 2003 Matvælaráðuneytið

Fundur Samstarfsnefndar Íslands og Rússlands.

Fréttatilkynning


Samstarfsnefnd Íslands og Rússlands um sjávarútvegsmál hélt þriðja fund sinn í Reykjavík dagana 18. - 20. febrúar 2003. Á fundinum voru rædd þau mál sem helst eru á döfinni varðandi samstarf landanna.

Á fundinum skiptust fulltrúar landanna á upplýsingum um framkvæmd samnings frá 15. maí 1999 milli ríkisstjórnar Íslands, Noregs og Rússlands um tiltekna þætti í samstarfi á sviði sjávarútvegs. Aðilar komust að samkomulagi um úrbætur á reglum um fiskveiðar íslenskra skipa í lögsögu Rússlands sem horfa til einföldunar.

Rætt var um samstarf landanna á sviði hafrannsókna, meðal annars um fjölþjóðlega rannsóknaleiðangra varðandi úthafskarfa og norsk-íslenska síld. Þá var fjallað um samskipti landanna um vísindasamstarf og menntun á sviði sjávarútvegs.

Ennfremur var fjallað um stjórn annarra sameiginlegra stofna á Norður- Atlantshafi, m.a. karfa, kolmunna og norsk-íslenska síld. Lýstu fulltrúar landanna áhyggjum af því að enn hefur ekki náðst samkomulag um stjórn veiða á norsk-íslenskri síld fyrir árið 2003 og lögðu áherslu á ábyrga stjórnun slíkra veiða.

Sjávarútvegsráðuneytið
20. febrúar 2003

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta