Hoppa yfir valmynd
20. febrúar 2003 Utanríkisráðuneytið

Íslenska friðargæslan tekur við rekstri flugvallarsins í Pristina

Nr. 014

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Þann þriðja mars næstkomandi tekur Íslenska friðargæslan við stjórn og rekstri alþjóðaflugvallarins í Pristina í Kosóvo. Þetta verkefni er stærsta einstaka verkefni Friðargæslunnar frá upphafi og starfa nú sex íslenskir flugumferðarstjórar, tveir fluggagnafræðingar og tveir slökkviliðsmenn við verkefnið sem er stjórnað af Hallgrími N. Sigurðssyni, aðstoðarframkvæmdastjóra hjá Flugmálastjórn Íslands.

Í október síðastliðnum óskaði Atlantshafsbandalagið eftir aðstoð Íslands við að taka við stjórn flugvallarins úr höndum flughers Ítalíu. Markmiðið með yfirtöku flugvallarins er að þjálfa heimamenn í flugumferðarstjórn og rekstri flugvallarins og er stefnt að því að umsjón og rekstur flugvallarins verði færð í hendur borgaralegra yfirvalda undir stjórn Sameinuðu þjóðanna 1. apríl 2004. Alls starfa um eitt hundrað manns af fjórtán þjóðernum við flugvöllinn í Pristina undir yfirumsjón Íslensku friðargæslunnar.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 20.02.2003


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta