Veruleg fjölgun innlagna á barna- og unglingageðdeild LSH en styttri legutími
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
27. febrúar 2002
Veruleg fjölgun innlagna á barna- og unglingageðdeild LSH en styttri legutími
Innlögnum á BUGL (barna- og unglingageðdeild Landspítala - háskólasjúkrahúss) hefur fjölgað um tugi prósenta á fáum árum en legur hafa styst. Legurýmin á BUGL eru 9 á unglingageðdeild, sex á fimm sólarhringa barnadeild og fimm á Kleifarvegi sem ætluð eru minna veikum börnum. Þetta er meðal upplýsinga sem fram koma í svari heilbrigðismálaráðherra við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur um geðheilbrigðisþjónustu við börn og ungmenni. Í svarinu sem byggist á upplýsingum frá Landspítala - háskólasjúkrahúsi kemur fram að legur á deildunum þremur eru samtals 156 á ári og meðallegutími er um 33 dagar. Innlögnum hefur fjölgað um tugi prósenta á fáum árum en legurnar eru nú almennt styttri en áður. Sem dæmi má nefna að á unglingadeildinni hefur þróunin verið þannig að árið 1997 voru innlagnir 33, en árið 2002 voru þær orðnar 91. Þessi skipulagsbreyting hefur haft í för með sér að fleiri fá nú þjónustu en áður.
Svar ráðherra...