Hoppa yfir valmynd
12. mars 2003 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Framkvæmd við móttöku flóttamanna til Akureyrar

Framkvæmdinni er þannig háttað að samningur er gerður á milli félagsmálaráðuneytis og Rauða kross Íslands varðandi undirbúning, móttöku og aðstoð við flóttamenn. Félagsmálaráðuneytið semur einnig sérstaklega við það sveitarfélag sem tekur á móti flóttamönnum eins og Akureyrarkaupstað í dag. Það er því félagsmálaráðuneytið, Rauði kross Íslands og Akureyrarkaupstaður sem munu verða í nánu samstarfi vegna móttöku þeirra 24 flóttamanna sem koma til landsins 24. mars næstkomandi.

Meginmarkmið með móttöku flóttamanna til landsins er að gera flóttamönnunum kleift að hefja nýtt líf hér á landi og veita þeim sérstakan stuðning í eitt ár frá komu þeirra til landsins. Tungumálið er lykilatriðið við aðlögun þeirra að nýju samfélagi. Flóttamenn fá því kennslu í íslensku og samfélagsfræði. Boðið verður upp á vorskóla, sumarskóla og sérstaklega verður hugað að börnunum í því sambandi. Stuðningsfjölskyldur Rauða krossins gegna jafnframt lykilhlutverki við félagslega aðlögun flóttamanna í viðkomandi sveitarfélagi.

Flóttamennirnir munu njóta aðstoðar fyrsta árið varðandi húsnæði, heilbrigðisþjónustu, framfærslu, menntun og fleira.

Ráðinn hefur verið sérstakur verkefnisstjóri og túlkur fyrir verkefnið hjá Akureyrarkaupstað og er undirbúningur kominn vel á veg hjá sveitarfélaginu.

Skjal fyrir Microsoft WordSamningur við Akureyri

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum