Hoppa yfir valmynd
12. mars 2003 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Undirritun samnings vegna móttöku flóttamanna

Í dag verður undirritaður samningur milli félagsmálaráðuneytis og Akureyrarkaupstaðar vegna móttöku flóttamanna. Af því tilefni verður boðað til blaðamannafundar í félagsmálaráðuneyti kl. 10:30.

Félagsmálaráðherra hefur ákveðið að ganga til samninga við Akureyrarkaupstað vegna móttöku 24 flóttamanna frá fyrrum Júgóslavíu. Um er að ræða sex fjölskyldur og koma þær til landsins 24. mars næstkomandi.

Undirbúningur fyrir komu flóttamannafjölskyldnanna er þegar hafinn og hefur sá undirbúningur gengið mjög vel. Rauði kross Íslands mun sjá um framkvæmd verkefnisins í umboði félagsmálaráðuneytis líkt og undanfarin ár.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta