Hoppa yfir valmynd
14. mars 2003 Utanríkisráðuneytið

Leiðbeiningar til ferðamanna vegna óvissu á tilteknum svæðum Miðausturlanda

Nr. 023

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Í kjölfar þess óvissuástands sem skapast hefur á tilteknum svæðum í Miðausturlöndum ræður utanríkisráðuneytið fólki frá ferðum til Írak, Kúveit, Gaza-svæðisins og Vesturbakkans eins og sakir standa. Íslenskum ríkisborgurum sem staddir eru í Írak er ráðlagt að yfirgefa landið. Einnig er íslenskum ríkisborgurum sem staddir eru í Kúveit ráðlagt að fylgjast vel með fréttaflutningi af gangi mála og íhuga jafnframt að yfirgefa landið.

Jafnframt ber að hafa í huga að sú spenna sem skapast hefur í næstu nágrannaríkjum Írak hefur leitt til nokkurs óstöðugleika á þeim svæðum og þróun mála gæti leitt til þess að ástandið í framangreindum ríkjum versni skjótt.

Í öryggisskyni eru aðstandendur þeirra íslensku ríkisborgara sem staddir eru í Miðausturlöndum vinsamlegast beðnir um að upplýsa utanríkisráðuneytið um dvalarstað, síma og fjölskylduhagi viðkomandi. Aðstandendur eru góðfúslega beðnir um að senda ráðuneytinu framangreindar upplýsingar á netfang: [email protected]. Einnig geta aðstandendur hringt í síma 545-9900.

Jafnframt er bent á heimasíðu utanríkisráðuneytisins (www.utanrikisraduneytid.is), en þar er að finna frekari upplýsingar, meðal annars um þá aðila sem Íslendingar geta snúið sér til á svæðinu.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 14. mars 2003


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta