Lokaskýrsla um reynslusveitarfélög
Lokaskýrsla verkefnisstjórnar reynslusveitarfélaga um framkvæmd verkefnis um reynslusveitarfélög
Félagsmálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi skýrslu verkefnisstjórnar reynslusveitarfélaga um framkvæmd verkefnisins. Í skýrslunni er m.a. gerð grein fyrir framkvæmd og framvindu verkefnis reynslusveitarfélaga á árunum 1999–2001 en verkefninu lauk formlega í árslok 2001.
Lokaskýrsla PwC
Samhliða skýrslu verkefnisstjórnar reynslusveitarfélaga kom út lokaskýrsla PricewaterhouseCoopers um reynslusveitarfélagaverkefnið. Skýrslan "Reynslusveitarfélög - Mat á árangri / Yfirlit yfir nokkra þætti verkefna reynslusveitarfélaga árið 2001" frá febrúar 2003 tekur til heildartímabils verkefnisins, þ.e. frá ársbyrjun 1995 til ársloka 2001. Í skýrslunni setur PwC fram mat sitt á árangri reynslusveitarfélagaverkefnisins.
Samantekt PwC á helstu niðurstöðum úttektaraðila á verkefnum reynslusveitarfélaga fyrir árin 1995 til 2001
PricewaterhouseCoopers er óháður úttektaraðili verkefnisins og er tilgangur úttektarinnar að leggja mat á árangur einstakra verkefna reynslusveitarfélaganna.