Hoppa yfir valmynd
19. mars 2003 Utanríkisráðuneytið

Opinber heimsókn utanríkisráðherra Mósambík

Nr. 025

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Dr. Leonardo Santos Simao, utanríkisráðherra Mósambík, kemur í opinbera heimsókn til Íslands á morgun í boði Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra. Á fundi ráðherranna verða tvíhliða samskipti landanna efst á baugi, en Mósambík er eitt aðal samstarfsland Íslands varðandi þróunarsamvinnu. Þá munu ráðherrarnir einnig ræða um svæðisbundin málefni er snerta Afríku sérstaklega, auk þess sem málefni sjálfbærrar þróunar og árangur af ráðstefnunni í Jóhannesarborg verða á dagskrá.

Utanríkisráðherra Mósambík mun jafnframt heimsækja Alþingi í boði Halldórs Blöndal, forseta Alþingis. Þá mun ráðherrann einnig kynna sér starfsemi Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna, Hafrannsóknastofnunar og Rannsóknastofnunar sjávarútvegsins, auk þess að eiga viðræður við fulltrúa sjávarútvegsráðuneytisins.

Utanríkisráðherra Mósambík heldur af landi brott að morgni 21. mars.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 19. mars 2003


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta