Ráðstefna um rekstur félagslegra leiguíbúða sveitarfélaga
Samband íslenskra sveitarfélaga og félagsmálaráðuneytið gangast fyrir ráðstefnu föstudaginn 4. apríl um rekstur félagslegra leiguíbúða sveitarfélaga. Ráðstefnan verður haldin á 2. hæð Nordica Hotel (áður Hótel Esja), Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík og hefst hún kl. 09:00 en stefnt er að því að henni ljúki kl. 12:30.
Dagskrá ráðstefnunnar fylgir hér á eftir en markmið hennar er að miðla reynslu og þekkingu á rekstri leiguíbúða sveitarfélaga. Á ráðstefnunni verður fjallað um reynslu Félagsbústaða hf. og Félagsþjónustunnar í Reykjavík í þeim efnum á undanförnum árum. Einnig koma fram upplýsingar um sjónarmið fulltrúa Reykjanesbæjar og Ísafjarðarbæjar sem nýlega hafa lokið undirbúningsvinnu og stofnað félög um rekstur leiguíbúðanna. Einnig verður fjallað um viðfangsefni varasjóðs húsnæðismála.
Ráðstefnan er öllum opin og er ráðstefnugjald 3.000 krónur. Skráning fer fram hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í gegnum netfangið [email protected], með bréfasíma í númerið 515 4903 eða í síma 515 4900.
Tekið skal fram að eftir hádegi þennan sama dag, 4. apríl nk., mun Sambandið í samvinnu við utanríkisráðuneytið standa fyrir annarri ráðstefnu á Nordica Hotel um nýja stjórnunarhætti hjá ESB og áhrif þeirra á sveitarstjórnarstigið.
Dagskrá ráðstefnunnar og formáli