Hoppa yfir valmynd
20. mars 2003 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-febrúar 2003. Greinargerð: 20. mars 2003.

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-febrúar 2003. (PDF 16K)

Nú liggja fyrir tölur um greiðsluafkomu ríkissjóðs eftir fyrstu tvo mánuði ársins 2003. Uppgjörið hér á eftir sýnir sjóðhreyfingar og er sambærilegt við almenn sjóðstreymisyfirlit. Tölurnar eru því ekki samanburðarhæfar við ríkisreikning eða fjárlög ársins sem eru sett fram á rekstrargrunni. Þar sem uppgjörið nær aðeins til tveggja mánaða geta tilfærslur greiðslna milli mánaða haft veruleg áhrif á samanburð við fyrra ár.

Handbært fé frá rekstri nam tæpum 1,5 milljörðum króna til samanburðar við 3,3 milljarða í febrúar 2002. Fjármunahreyfingar voru jákvæðar um 1 milljarð króna í stað 155 m.kr. neikvæðrar stöðu í fyrra. Hreinn lánsfjárjöfnuður var jákvæður um tæplega 2,5 milljarða króna en var á sama tíma í fyrra jákvæður um 3,2 milljarða króna.

Heildartekjur ríkissjóðs námu tæpum 44,2 milljörðum króna og hækka um 2,7 milljarða króna frá sama tíma í fyrra, eða um 6,4%. Skatttekjur ríkissjóðs námu 40,9 milljörðum króna eða 6,2% meiri en á sama tíma í fyrra. Það jafngildir um 4,6% raunhækkun milli ára. Innheimtir tekjuskattar einstaklinga námu 9,7 milljörðum króna, eða 2,8% meira en á sama tíma í fyrra. Innheimta tryggingargjalda nam um 3,7 milljörðum króna og hækkaði um 2% á milli ára. Veigamesta breytingin er hins vegar 13% hækkun almennra veltuskatta á milli ára, eða sem nemur 11S% að raungildi. Mestu munar um tæplega 12% meiri innheimtu tekna af virðisaukaskatti. Auk þess skilar vörugjöld af ökutækjum, bensíni og áfengi umtalsvert meiri tekjum en í fyrra. Að öllu samanlögðu gefa þessar tölur vísbendingu um að innlend eftirspurn sé heldur að taka við sér eftir nokkurn samdrátt að undanförnu.

Greidd gjöld nema 42,3 milljörðum króna og hækka um 4,1 milljarð frá fyrra ári, þar sem mestu munar um 2 milljarða hækkun vaxtagreiðslna, en sú hækkun er í samræmi við áætlun fjárlaga. Hækkun gjalda milli ára, án vaxtagreiðslna nemur því 2,1 milljarði króna eða um 6%. Greiðslur til sjúkrahúsa og heilsugæslu hækka um 1,9 milljaðra króna og hækkun almannatrygginga nemur rúmum 400 m.kr. Á móti vegur að greiðslur til atvinnumála lækka um 600 m.kr. þar sem greiðslur til vegamála frestast vegna minni snjómoksturs. Aðrar breytingar milli ára eru minni.

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-febrúar
(Í milljónum króna)
1999
2000
2001
2002
2003
Innheimtar tekjur......................................
31.706
36.708
40.070
41.483
44.155
- Saluhagn. af hlutabr. og eignahl……
0
0
0
0
-425
Greidd gjöld.............................................
28.311
30.715
37.853
38.173
42.266
Handbært fé frá rekstri........................
3.395
5.993
2.218
3.310
1.464
Fjármunahreyfingar..............................
-1.763
3.433
-1.635
-155
992
Hreinn lánsfjárjöfnuður........................
1.632
9.427
583
3.155
2.456
Afborganir lána.......................................
-12.200
-10.648
-5.041
-10.687
-4.851
Innanlands............................................
-5.804
-7.360
-5.041
-599
-4.851
Erlendis.................................................
-6.396
-3.288
0
-10.088
0
Greiðslur til LSR og LH..........................
-500
-1.000
-2.500
-1.500
-1.250
Lánsfjárjöfnuður. brúttó........................
-11.068
-2.221
-6.958
-9.033
-3.645
Lántökur.....................................................
3.270
3.436
7.837
11.185
175
Innanlands..............................................
-2.850
1.499
4.433
1.062
4.023
Erlendis...................................................
6.120
1.937
3.404
10.123
-3.848
Greiðsluafkoma ríkissjóðs.....................
-7.798
1.215
879
2.152
-3.471

Lántökur innanlands námu rúmum 4 milljörðum króna en afborganir voru tæpar 4,9 milljarðar. Þá voru greiddar 1.250 m.kr. til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar ríkissjóðs. Erlend skammtímalán voru greidd niður um 3,8 milljarða króna á fyrstu tveimur mánuðum ársins.

Tekjur ríkissjóðs janúar-febrúar
(Í milljónum króna)
Breyting frá fyrra ári. %
2001
2002
2003
2000
2001
2002
2003
Skatttekjur í heild...............................
37.131
38.483
40.886
17,1
8,9
3,6
6,2
Skattar á tekjur og hagnað.............
13.972
15.710
15.745
26,3
15,9
12,4
0,2
Tekjuskattur einstaklinga...............
8.104
9.426
9.678
14,1
9,4
16,3
2,7
Tekjuskattur lögaðila.....................
1.195
690
384
38,9
30,3
-42,3
-44,3
Skattur á fjármagnstekjur..............
4.673
5.594
5.683
55,8
25,4
19,7
1,6
Tryggingagjöld................................
3.292
3.629
3.700
9,8
3,5
10,2
2,0
Eignarskattar...................................
1.759
1.263
1.269
33,0
11,3
-28,2
0,5
Skattar á vöru og þjónustu.............
18.019
17.784
20.115
11,5
4,7
-1,3
13,1
Virðisaukaskattur..........................
12.021
11.972
13.397
18,3
5,9
-0,4
11,9
Aðrir óbeinir skattar.........................
5.998
5.810
6.891
0,4
2,5
-3,1
18,6
Þar af:
Vörugjöld af ökutækjum..............
591
393
528
-1,1
-26,9
-33,5
34,4
Vörugjöld af bensíni.....................
1.053
945
1.185
-17,8
31,1
-10,3
25,4
Þungaskattur.............................
1.005
945
985
1,9
-0,6
-6,0
4,2
Áfengisgjald og hagn. ÁTVR........
1.222
1.194
1.740
-8,5
11,8
-2,3
45,7
Annað............................................
2.127
2.333
2.453
15,6
-0,5
9,7
5,1
Aðrir skattar......................................
89
97
57
25,0
57,5
9,0
-41,2
Aðrar tekjur.........................................
2.939
3.000
3.267
1,0
12,1
2,1
8,9
Tekjur alls...........................................
40.070
41.483
44.155
15,8
9,2
3,5
6,4

Gjöld ríkissjóðs janúar-febrúar
(Í milljónum króna)
Breyting frá fyrra ári. %
2001
2002
2003
2000
2001
2002
2003
Almenn mál........................................
3.120
3.839
4.045
30,3
-9,4
23,0
5,4
Almenn opinber mál.........................
1.799
2.390
2.432
26,2
-14,2
32,9
1,8
Löggæsla og öryggismál..................
1.322
1.449
1.612
37,3
-1,9
9,6
11,2
Félagsmál..........................................
19.519
23.040
25.185
1,8
19,4
18,0
9,3
Þar af: Fræðslu- og menningarmál.....
4.769
5.641
6.025
2,8
14,7
18,3
6,8
Heilbrigðismál..........................
7.651
9.206
10.389
-2,0
26,4
20,3
12,9
Almannatryggingamál..............
6.113
6.941
7.374
3,0
16,3
13,5
6,2
Atvinnumál........................................
5.999
5.456
4.863
13,9
38,1
-9,1
-10,9
Þar af: Landbúnaðarmál.....................
2.576
2.103
2.015
5,3
53,1
-18,4
-4,2
Samgöngumál..........................
1.854
2.000
1.434
23,3
16,6
7,9
-28,3
Vaxtagreiðslur...................................
7.383
3.781
5.827
14,9
40,7
-48,8
54,1
Aðrar greiðslur..................................
1.831
2.057
2.346
8,2
38,2
12,3
14,0
Greiðslur alls.....................................
37.853
38.173
42.266
8,5
23,2
0,8
10,7



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta