Hoppa yfir valmynd
24. mars 2003 Utanríkisráðuneytið

Samningaviðræðum EFTA-ríkjanna og Chile um fríverslun lokið

Nr. 027

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Samningaviðræðum EFTA-ríkjanna og Chile um fríverslun er nú lokið með áritun samningsins af hálfu aðalsamningamanna EFTA-ríkjanna og Chile í Genf. Aðalsamningamaður og talsmaður EFTA-ríkjanna var Benedikt Jónsson, sendiherra, en hann stýrði einnig samningaviðræðum EFTA-ríkjanna við Mexíkó. Er stefnt að því að undirrita samninginn á ráðherrafundi EFTA-ríkjanna í lok júní nk.

Chile er mikilvægur og vaxandi markaður fyrir ýmsar íslenskar vörur, þ. á m. veiðarfæri og tæki til vinnslu matvæla. Fríverslun mun gilda í viðskiptum með iðnaðarvörur og sjávarafurðir sem gefur íslenskum framleiðendum mikilvæg tækifæri til að sækja á ný mið. Fríverslunarsamningurinn fjallar enn fremur um þjónustuviðskipti og stofnsetningarrétt.

Þá hefur hvert EFTA-ríki gert tvíhliða samning við Chile um viðskipti með landbúnaðarvörur og tengjast þeir samningar fríverslunarsamningnum. Chile fær sambærilegan aðgang og Evrópusambandið fyrir tilteknar landbúnaðarvörur og í staðinn fær Ísland tollfrjálsan aðgang fyrir útflutningsvörur sínar, þ. á m. lambakjöt og hross á fæti.
Að lokum má geta þess að Ísland og Chile hafa skuldbundið sig til að semja um fjárfestingar.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 24. mars 2003


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta