Formleg opnun Sorporkustöðvar Skaftárhrepps á Kirkjubæjarklaustri
Umhverfisráðherra opnaði í gær formlega nýja Sorporkustöð á Kirkjubæjarklaustri við fjölmenna athöfn sem Árni Jón Elíasson oddviti setti en Guðsteinn R. Ómarsson sveitarstjóri stýrði.
Með tilkomu nýrrar og afkastameiri sorpbrennsluvélar, er gert ráð fyrir að hægt verði að eyða öllu brennanlegu sorpi, sem til fellur í sveitarfélaginu og e.t.v. eitthvað umfram það. Í Skaftárhreppi hafa menn verið framsýnir í sorphirðumálum og flokkun úrgangs og hafa verið þátttakendur í Staðardagskrá 21 frá upphafi.
Nýja sorpbrennslustöðin hitar vatn í 40 þúsund lítra miðlunargeymi. Frá geyminum er vatnið síðan leitt inn á hitakerfi skóla og sundlaugar. Hafin er bygging íþróttahúss sem einnig mun nýta varmann frá sorporkustöðinni til upphitunar. Skaftárhreppur fékk styrki vegna verkefnisins frá Byggðastofnun og Orkusjóði.
Fréttatilkynning nr. 8/2003
Umhverfisráðuneytið
Umhverfisráðuneytið