Hoppa yfir valmynd
27. mars 2003 Matvælaráðuneytið

Möskvastærðir í þorskfisknetum.

    27. mars 2003.


    FRÉTTATILKYNNING
    um möskvastæðir í þorskfisknetum.




    Samkvæmt reglugerð sem ráðuneytið gaf út í byrjun þessa mánaðar þá skyldi óheimilt að nota stærri möskva í þorskfisknetum en 9 þumlungar frá 1. apríl n.k. M.a. með hliðsjón af friðun á hrygningarþorski, sem ákveðin hefur verið í aprílmánuði, hefur ráðuneytið ákveðið að fresta banni við notkun stærri möskva en 9 þumlungar um einn mánuð. Tekur bannið því gildi 1. maí n.k.
    Þá hefur ráðuneytið ákveðið að bann við notkun möskva stærri en 8 þumlungar taki gildi 1. maí 2004 og loks verði notkun möskva stærri en 7 og 1/2 þumlungur bönnuð frá 1. janúar 2005.



    Sjávarútvegsráðuneytið.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum