Niðurstöður Félagafrelsisnefndar ILO (Alþjóða vinnumálastofnunarinnar).
28.mars 2003.
Fréttatilkynning
Vegna frétta af niðurstöðum Félagafrelsisnefndar ILO (Alþjóða vinnumálastofnunarinnar) í máli nr. 2170 ASÍ og FFSÍ gegn íslenska ríkinu vill ráðuneytið koma á framfæri eftirfarandi:
Skýrslu nefndarinnar lýkur með ábendingu til stjórnarnefndar ILO um að samþykkja eftirfarandi tilmæli:
a.Nefndin vekur athygli á að starfsfólk og vinnuveitendur eiga samkvæmt íslensku vinnulöggjöfinni rétt á að gera vinnustöðvun til verndar starfstengdum hagsmunum sínum.
b.Nefndin telur að gerðardómsmeðferðin, sem ákveðin var með lögum 34/2001 brjóti gegn meginreglunni um frjálsar og óþvingaðar kjarasamningaviðræður. Nefndin minnir á í þessu sambandi, að nefndir sem skipaðar eru til að setja niður deilur aðila að kjarasamningsgerð eigi að vera óháðar og málsskot til þeirra eigi að vera aðilunum frjálst, nema um sé að ræða bráða þjóðfélagslega kreppu (acute national crisis), sem nefndin var í þessu máli ekki í aðstöðu til að skera úr um.
c.Nefndin harmar fjölda samsvarandi tilvika, sem brjóta gegn ákvæðum samþykkta nr.87 og 89 og komið hafa upp á liðnum árum og fer nefndin þess á leit að ríkisstjórnin breyti því fyrirkomulagi og framkvæmd, sem gildir um gerð kjarasamninga til að forðast endurtekin inngrip löggjafans í kjarasamningsgerð í framtíðinni. Nefndin vekur athygli ríkisstjórnarinnar á þeim möguleika að fá tækniaðstoð frá ILO.
Sjávarútvegsráðuneytið.