Hoppa yfir valmynd
28. mars 2003 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ráðstefna um nýja stjórnunarhætti hjá ESB

Föstudaginn 4. apríl nk. standa utanríkisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir ráðstefnu á Nordica hóteli um nýja stjórnunarhætti hjá ESB og áhrif þeirra á sveitarstjórnarstigið.

Evrópusambandið hefur boðað nýjar áherslur í stefnumótun sinni um nýja stjórnunarhætti ("White Paper on European Governance") og í Lissabonáætlun sinni. Vinna að nýjum sáttmála Evrópusambandsins ("European Convention") mun einnig skila nýjum áherslum í starfi sambandsins. Vegna aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið þá skiptir þessi þróun máli fyrir Ísland.

Á ráðstefnunni verður sjónum beint að stöðu sveitarstjórnarstigsins innan ESB og nýjum stjórnunarháttum þess. Einnig mun framkvæmdastjóri Evrópuskrifstofu Lapplands og Oulosvæðisins segja frá því hvernig Norður Finnland hefur nýtt þau sóknarfæri sem felast í byggðastefnu Evrópusambandsins fyrir norðlæg svæði.

Ráðstefnan á erindi við sveitarstjórnarmenn en einnig við aðra þá sem hafa áhuga á Evrópumálum og þróun þeirra.

Skráning á ráðstefnuna fer fram á skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga í síma 515 4900, í myndsendi 515 4903 eða á tölvupóstfangið [email protected].

Dagskrá ráðstefnunnar fylgir hjálögð með nánari upplýsingum.

Skjal fyrir Microsoft WordRáðstefna um nýja stjórnunarhætti hjá ESB og áhrif þeirra á sveitarstjórnarstigið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta