Hoppa yfir valmynd
31. mars 2003 Innviðaráðuneytið

Gjafabréfamál tekin til endurskoðunar

Samgönguráðuneytið hefur úrskurðað að taka skuli upp að nýju mál manns sem ekki hafði nýtt sér gjafakort frá Samvinnuferðum Landsýn hf. er ferðaskrifstofan varð gjaldþrota.

Tilsjónarmaður ráðuneytisins með uppgjöri tryggingarfjár SL hafði áður hafnað kröfu mannsins um endurgreiðslu af lögboðnum tryggingum ferðaskrifstofunnar.

Ráðuneytið staðfestir hins vegar höfnun tilsjónarmannsins í öðru máli þar sem einnig var farið fram á bætur vegna gjafabréfs. Í því máli þykir sannað að um hafi verið að ræða endurgjald fyrir kaup á veitingum en ekki greiðslu inn á ferð á vegum Samvinnuferða Landsýnar hf. og því sé ekki hægt að gera kröfu um endurgreiðslu af tryggingarfénu.

Tilsjónarmanni ráðuneytisins hefur nú verið falið að endurskoða önnur gjafabréfamál vegna gjaldþrots SL. Ekki er nauðsynlegt fyrir eigendur gjafabréfa að ítreka kröfur sínar og munu þeir eiga von á niðurstöðu í málum sínum eigi síðar en 1. júní n.k. Úrskurð ráðuneytisins er að finna á heimasíðu þess: www.samgonguraduneyti.is. Skipaður tilsjónarmaður ráðuneytisins er Friðjón Örn Friðjónsson, hrl., sími 595 4545.

Úrskurður í stjórnsýslumáli vegna kröfu í tryggingarfé skv. lögum nr. 117/1994.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum