Þórður Ægir Óskarsson formaður starfshóps ÖSE sem vinnur að vörnum gegn hryðjuverkum
Nr. 029
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
frá utanríkisráðuneytinu
Þórður Ægir Óskarsson, fastafulltrúi Íslands hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) í Vín, hefur tekið við formennsku í nýjum vinnuhópi ÖSE sem fjallar um innleiðingu skuldbindinga 55 aðildarríkja stofnunarinnar á sviði hryðjuverkavarna. Vinnuhópnum er ætlað að leggja fram tillögur um starf ÖSE á þessu sviði fyrir utanríkisráðherrafund ÖSE sem haldinn verður í desember á þessu ári.
Í Búkarest yfirlýsingu utanríkisráðherrafundar ÖSE frá árinu 2001 var baráttan gegn hryðjuverkastarfsemi gerð að forgangsverkefni stofnunarinnar. Á utanríkisráðherrafundi ÖSE árið 2002 var samþykkt sérstök áætlun til að stemma stigu við hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi í aðildarríkjunum.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 31. mars 2003