Hoppa yfir valmynd
31. mars 2003 Utanríkisráðuneytið

Þórður Ægir Óskarsson formaður starfshóps ÖSE sem vinnur að vörnum gegn hryðjuverkum

Nr. 029

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Þórður Ægir Óskarsson, fastafulltrúi Íslands hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) í Vín, hefur tekið við formennsku í nýjum vinnuhópi ÖSE sem fjallar um innleiðingu skuldbindinga 55 aðildarríkja stofnunarinnar á sviði hryðjuverkavarna. Vinnuhópnum er ætlað að leggja fram tillögur um starf ÖSE á þessu sviði fyrir utanríkisráðherrafund ÖSE sem haldinn verður í desember á þessu ári.

Í Búkarest yfirlýsingu utanríkisráðherrafundar ÖSE frá árinu 2001 var baráttan gegn hryðjuverkastarfsemi gerð að forgangsverkefni stofnunarinnar. Á utanríkisráðherrafundi ÖSE árið 2002 var samþykkt sérstök áætlun til að stemma stigu við hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi í aðildarríkjunum.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 31. mars 2003


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta