Hoppa yfir valmynd
31. mars 2003 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga efna til ráðstefnu föstudaginn 4. apríl 2003

Nr. 030

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Utanríkisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga efna til ráðstefnu föstudaginn 4. apríl nk. um nýja stjórnunarhætti hjá ESB og áhrif þeirra á sveitarstjórnarstigið.

Á ráðstefnunni munu innlendir og erlendir sveitarstjórnarmenn og sérfræðingar fjalla um stöðu sveitarstjórnarstigsins innan ESB og nýja stjórnunarhætti, s.s. nýja stjórnarskrá sem er í undirbúningi og hvítbók sambandsins um stjórnun. Í henni er m.a. að finna hugmyndir um að auka völd og áhrif sveitarstjórnarstigsins við mótun ákvarðana. Þessi þróun skiptir máli fyrir Ísland vegna aðildar þess að EES-samningnum en hefur lítt verið kynnt hér á landi. Þá mun finnskur fulltrúi fjalla um byggðastefnu ESB, möguleika norðlægari byggða og aðkomu sveitarfélaga. Ennfremur verður gerð grein fyrir hinni svonefndu Lissabon-áætlun ESB um að verða framsæknasta þekkingarefnahagssvæði heims árið 2010.

Dagskránni lýkur með pallborðsumræðum.

Ráðstefnan er haldin á Nordica Hótel (áður Hótel Esja), Suðurlandsbraut 2, og hefst kl. 13 00 með ávarpi Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra. Skráning á ráðstefnuna fer fram hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga, [email protected].

Ráðstefnan er öllum opin.

Dagskrá ráðstefnunnar fylgir.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 31. mars 2003.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta