Hoppa yfir valmynd
3. apríl 2003 Utanríkisráðuneytið

Samráðsfundur utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins

Nr. 033

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins ræddu á samráðsfundi í Brussel í dag málefni Íraks og hlutverk alþjóðasamfélagsins í mannúðar- og uppbyggingarstarfi að átökum loknum. Utanríkisráðherrarnir voru sammála um mikilvægi þess að tryggja uppbyggingu landsins í samráði við írösku þjóðina og að Sameinuðu þjóðirnar geti gegnt mikilvægu hlutverki í endurreisn landsins.

Jafnframt var lögð áhersla á mikilvægi þess að deilur fyrir botni Miðjarðarhafs verði leystar á grundvelli friðaráætlunar Evrópusambandsins, Rússlands og Bandaríkjanna.

Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins héldu síðan sérstakan fund síðdegis þar sem áréttað var mikilvægi Atlantshafstengslanna, samstarfs bandalagsins og Evrópusambandsins, nauðsyn þess að efla varnargetu bandalagsins gegn nýjum ógnum og að huga beri að auknum stuðningi bandalagsins við aðgerðir alþjóðlegra öryggissveita í Afganistan.

Í fjarveru Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra, sat Gunnar Gunnarsson, fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu, fundinn.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 3. apríl 2003


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta