Hoppa yfir valmynd
8. apríl 2003 Dómsmálaráðuneytið

Dómsmálaráðherra í Stokkhólmi

Fréttatilkynning
Nr. 11/ 2003


Dómsmálaráðherra stjórnar umræðum á sameiginlegum fundi dómsmála- og jafnréttismálaráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna.


Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra er nú stödd í Stokkhólmi, þar sem hún mun m.a. stjórna umræðum á sameiginlegum fundi dómsmála- og jafnréttismálaráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Á fundinum er jafnframt fulltrúi félagsmálaráðherra.
Tilgangur fundarins er að kynna árangur af sameiginlegu átaki landanna um aðgerðir gegn verslun með konur, sem ákveðið var að hleypa af stokkunum á árinu 2001.
Í átakinu fólst m.a. að haldnar voru 3 sameiginlegar ráðstefnur í Eystrasaltsríkjunum þar sem viðfangsefnið verslun með konur var rætt út frá mismunandi sjónarhornum. Tilgangur ráðstefnanna var að vekja almenning til vitundar um vandamálið.
Átakið á Íslandi, sem félagsmálaráðherra og dómsmálaráðherra stóðu að í lok febrúar, verður jafnframt kynnt af verkefnisstjórum á fundinum.
Á fundinum munu ráðherrar einnig ræða næstu skref í sameiginlegri baráttu landanna gegn verslun með konur.

Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
8. apríl 2003.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum