Hoppa yfir valmynd
8. apríl 2003 Matvælaráðuneytið

Úthendi á fréttamannafundi um umboðsmann íslenska hestsins

Úthendi vegna fréttamannafundar

· Markmið verkefnisins er að efla jákvæða ímynd hrossaræktar og hestamennsku með áherslu á hlutverk Íslands sem upprunalands íslenska hestsins og forustuhlutverk þess í kynbótum, ræktun og fagmennsku á sviði hestamennsku. Jafnframt að auka sölu á íslenska hestinum og hestatengdri vöru og þjónustu innanlands og utan. Þá skal unnið að því að efla almennan áhuga á hestamennsku m.a. með fræðslu og kynningum í grunnskólum og framhaldsskólum

    · Unnið skal að markmiðum verkefnisins með þátttöku í mótum hestamanna og sýningum, ráðstefnum, vörusýningum og almennri landkynningu í samvinnu við sendiráð og ræðismenn Íslands erlendis, útflutningsaðila, aðila ferðaþjónustunnar og samtök hestamanna. Markaðsstarfi verkefnisins skal beint að fyrirfram ákveðnum löndum/svæðum sem valin eru að höfðu samráði við yfirvöld ferðamála og viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins og hagsmunaaðila í hrossarækt og hestamennsku. Að tveim árum liðnum skal árangur metinn og ákvörðun tekin um markaðssvæði.
    · Á árunum 2003 – 2007 veita aðilar samkomulagsins árlega fjárframlög til verkefnisins sem hér segir:

    ·
    Landbúnaðarráðuneyti kr
    3.000.000.00
    Samgönguráðuneyti -
    3.000.000.00
    Utanríkisráðuneyti -
    3.000.000.00
    Samtals kr.
    9.000.000.00
    Aðrir styrktaraðilar:
    Búnaðarbanki Íslands -
    1.000.000.00
    Flugleiðir -
    1.000.000.00
    Alls kr.
    11.000.000.00

      · Stjórn verkefnisins skal skipuð sex mönnum, einum tilnefndum af landbúnaðarráðherra, einum tilnefndum af samgönguráðherra, einum tilnefndum af utanríkisráðherra og einum manni tilnefndum af hvorum styrktaraðila. Einnig skal hrossaræktarráðunautur Bændasamtaka Íslands eiga sæti í stjórninni. Stjórnin skiptir með sér verkum. Komi til atkvæðagreiðslu þar sem atkvæði falla jöfn skal atkvæði stjórnarformanns hafa tvöfalt vægi.

      · Stjórnin ræður forstöðumann fyrir verkefnið Umboðsmann íslenska hestsins. Umboðsmaður íslenska hestsins skal kappkosta að efla jákvæða ímynd greinarinnar og efla samstöðu meðal hestamanna. Hann skal starfa í þágu allra sem vinna að kynningu og sölu á hestum og hestatengdri þjónustu innanlands og utan og byggja í starfi sínu á þeim grunni sem fyrir er. Hann skal vinna náið með samtökum hestamanna og öðrum sem í greininni starfa og einbeita sér að því að fá aðila til þess að vinna saman. Verkefnið skal nálgast með einföldum skilaboðum til markhópanna út frá markaðsforsendum og kröftunum í fyrstu beint að þeim mörkuðum sem vænlegastir þykja.

      · Umboðsmaður íslenska hestsins gerir yfirlit yfir helstu viðburði á sviði hestamennsku innanlands og utan, hvetur til skipulegrar umfjöllunar í fjölmiðlum og leitast við að fá útflutningsaðila og aðra til að sameinast um þátttöku í sýningum og kynningarverkefnum. Hann skal hafa náið samráð og samstarf við ferðamálayfirvöld og viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins m.a. með samstarfi við sendiráð og ræðismenn Íslands erlendis og vinna að kynningu á Íslandi sem ferðamannalandi með áherslu á hestinn í sögu og menningu þjóðarinnar.

      · Umboðsmaður íslenska hestsins skal vera stjórnvöldum til ráðuneytis um aðgerðir til að bæta viðskiptaumhverfi greinarinnar og önnur þau mál sem greitt geta fyrir sölu á íslenska hestinum og tengdri þjónustu. Stjórn verkefnisins setur umboðsmanni hestsins erindisbréf, forgangsraðar verkefnum og mótar nánari áherslur í starfi.

      · Stjórn verkefnisins skal tvisvar á ári, í mars og október, boða til fundar með fulltrúum frá samtökum hestamanna, hrossaútflytjenda og ferðaþjónustunnar. Á fundunum skulu kynntar áætlanir um verkefni og einstaka viðburði sem áformað er að taka þátt í og fjármagn hefur verið tryggt til. Að loknu hverju starfstímabili skal árangur metinn og hugmyndir um verkefni næsta tímabils kynntar.

      Hafa samband

      Ábending / fyrirspurn
      Ruslvörn
      Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum