Breyting á kjörstað í Noregi
Nr. 38
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
frá utanríkisráðuneytinu
Utanríkisráðuneytið vekur athygli á því að breyting hefur orðið á lista yfir kjörstaði erlendis vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir alþingiskosningarnar 10. maí n.k. Ræðismaður Íslands í Stavangri, Jan-Peter Schöpp, mun nú taka á móti kjósendum eftir samkomulagi að Gjerdesberget 14, 4045 Madla, sími 00 47 5155 3563. Væntanlegir kjósendur eru vinsamlegast beðnir á að hafa samband við ræðismanninn áður en þeir koma til þess að kjósa.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 10. apríl 2003