Hoppa yfir valmynd
10. apríl 2003 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Stofnfundur einkahlutafélagsins Austurhöfn - TR ehf.

Í dag héldu fulltrúar ríkis og borgar stofnfund einkahlutafélags til að annast framkvæmd samkomulags sem undirritað var í apríl á síðasta ári um byggingu tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar við Reykjavíkurhöfn. Ákveðið hefur verið að nafn félagsins verði Austurhöfn - TR ehf.


Stofnfundur einkahlutafélagsins Austurhöfn – TR ehf.


Í dag héldu fulltrúar ríkis og borgar stofnfund einkahlutafélags til að annast framkvæmd samkomulags sem undirritað var í apríl á síðasta ári um byggingu tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar við Reykjavíkurhöfn. Ákveðið hefur verið að nafn félagsins verði Austurhöfn – TR ehf.

Gert er ráð fyrir að tónlistarhúsið og ráðstefnumiðstöðin verði boðin út sem einkaframkvæmd og að félagið hafi með höndum undirbúning og eftirfylgni vegna verkefnisins og komi fram fyrir hönd ríkis og borgar á undirbúnings- og framkvæmdatíma þess.

Á fundinum í dag var Ólafur B. Thors kjörinn formaður stjórnar félagsins. Aðrir stjórnarmenn voru kjörnir Helga Jónsdóttir, Pétur Ásgeirsson, Pétur J. Eiríksson, Svanhildur Konráðsdóttir, Þór Sigfússon og Þórhallur Arason.

Menntamálaráðuneytið, 9. apríl 2003




Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum