Hoppa yfir valmynd
10. apríl 2003 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Texti bréfs sem sent var til grunnskóla um dag umhverfisins 2003

Reykjavík 10 apríl 2003

Efni: Dagur umhverfisins 25. apríl n.k. verður tileinkaður farfuglum.

Tilefni þessa bréfs er að minna á Dag umhverfisins sem haldinn verður hátíðlegur í fimmta sinn föstudaginn 25. apríl n.k., daginn eftir sumardaginn fyrsta. Dagurinn er fæðingardagur Sveins Pálssonar, fyrsta íslenska náttúrufræðingsins og þess manns sem einna fyrstur hvatti til aðgerða gegn skógareyðingu á Íslandi og orðaði þá hugsun sem nú kallast sjálfbær þróun.

Ákveðið hefur verið að tileinka Dag umhverfisins í ár farfuglum og hefur ráðuneytið fengið Náttúrufræðistofnun Íslands og starfsmenn hennar í lið með sér. Verið er að vinna sérstakt efni um farfugla og fuglaskoðun ætlað grunnskólanemendum sem verður aðgengilegt á vef stofnunarinnar: www.ni.is frá 23. apríl n.k. Í lok apríl eru flestar ef ekki allar farfuglategundir komnar til landsins og víða í fjörum má sjá ýmsa umferðarfugla sem eru á leið lengra norður á bóginn til dæmis til Grænlands. Það er því von ráðuneytisins að efnið nýtist skólum sem hvatning til þess að fara í fuglaskoðunarferð um nágrenni skólans eða sem kveikja að skemmtilegu verkefni um farfugla.

Efni um umhverfismál og umhverfisfræðslu er einnig að finna á umhverfisvefnum www.umvefur.is sem er vefur umhverfisfræðsluráðs en þar er m.a. að finna tenglasafn á yfir 200 efnisflokkaðar íslenskar vefsíður um umhverfismál.

Ráðuneytið mun kynna fjölbreytta viðburði sem tengjast Degi umhverfisins á upplýsingasíðu umhverfisráðuneytisins, www.umhverfisraduneyti.is, þegar nær dregur. Ef skólar verða með viðburði í tilefni af deginum sem þeir vilja kynna sérstaklega er velkomið að senda upplýsingar um þá með tölvupósti á póstfangið, [email protected], fyrir 22. apríl n.k.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta