Hoppa yfir valmynd
11. apríl 2003 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Undirritun samnings um byggingu nýrrar stjórnunar- og kennsluálmu við Menntaskólann á Egilsstöðum

Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra og forystumenn Austur-Héraðs og Fellahrepps undirrituðu í dag samning um byggingu nýrrar stjórnunar- og kennsluálmu við Menntaskólann á Egilsstöðum.



Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra og forystumenn Austur-Héraðs og Fellahrepps undirrituðu í dag samning um byggingu nýrrar stjórnunar- og kennsluálmu við Menntaskólann á Egilsstöðum.

Nýja álman verður byggð samkvæmt teikningum Ormars Þórs Guðmundssonar, arkitekts, sem einnig hannaði eldra húsnæði skólans. Nýbyggingin verður 1.067 fermetrar að stærð og verður þar vinnuaðstaða stjórnenda og kennara, setustofa nemenda og kennslustofur auk geymslu- og tæknirýmis. Við flutning stjórnunarrýmis í nýbygginguna losnar mikið rými sem nýtt verður til kennslu og til að bæta aðstöðu á heimavist.

Heildarstærð núverandi húsnæðis Menntaskólans á Egilsstöðum er um 4.700 fermetrar, þar af tilheyra 2.550 fermetrar heimavist skólans. Með nýbyggingunni má því segja að kennslu- og stjórnunarhúsnæði skólans aukist um 50%. Alls er áætlað að nýja húsið kosti um 162 milljónir kr. Þar af greiðir ríkissjóður 60% en sveitarfélögin 40%.

Menntamálaráðuneytið, 10. apríl 2003

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta