Hoppa yfir valmynd
16. apríl 2003 Forsætisráðuneytið

Skipun skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu


Frétt nr.: 8/2003

Forsætisráðherra hefur skipað Halldór Árnason skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu frá 1. maí nk.

Halldór hefur verið settur skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu frá 1. nóvember sl. Hann er viðskipta- og hagfræðingur að mennt og hefur langa og farsæla reynslu af stjórnun og öðrum störfum í þágu stjórnsýslu hins opinbera, m.a. sem skrifstofustjóri fjárlaga- og hagsýslustofnunar og síðar fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytis og sem framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Hafnarfjarðarbæjar.

Í Reykjavík, 16. apríl 2003

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta