Samkomulag Íslands og Grænlands á sviði ferðamála
Þetta er í fjórða sinn sem slíkur. samningur er gerður á milli Íslands og Grænlands. Framlag landanna til samstarfsins er 10 milljónir króna á ári.
Tilgangur samningsins sem nefnist SAMIK - Samstarf Íslands og Kalallit Nunaat, er að auka ferðalög á milli Íslands og Grænlands og hefur þegar verið auglýst eftir umsóknum í sjóðinn, bæði hér á landi og í Grænlandi. Auglýsingin er einnig birt á heimasíðu samgönguráðuneytis.
Sex fulltrúar skipa stjórn SAMIK, þrír frá Íslandi og þrír frá Grænlandi. Samgönguráðherra hefur skipað Birgi Þorgilsson, fyrrv. ferðamálastjóra, Helgu Haraldsdóttur, deildarstjóra og Sigurð Aðalsteinsson, flugmann sem sína fulltrúa í stjórnina.