Samkomulag um byggingu menningarhúsa á Ísafirði
Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra, og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, undirrituðu í dag samkomulag um endurbyggingu þriggja menningarhúsa á Ísafirði. Þau eru gamla héraðssjúkrahúsið, Edinborgarhúsið og salur tónlistarskólans. Grundvöllur þessa samkomulags er ákvörðun ríkisstjórnar frá árinu 1999 um að veita stofnstyrki til uppbyggingar fimm menningarhúsa utan höfuðborgarsvæðisins með það að markmiði að bæta þar aðstöðu til menningar- og listastarfsemi. Nýverið voru undirritaðir samningar vegna bygginga menningarhúsa í Vestmannaeyjum og á Akureyri.
Á fundi ríkisstjórnarinnar hinn 22. apríl 2003 var ákveðið að framlag ríkissjóðs til endurbyggingar menningarhúsanna þriggja á Ísafirði yrði alls 251,2 m.kr. sem er 60 hundraðshlutar af kostnaðaráætlun.
Gamla héraðssjúkrahúsinu verður ætlað það hlutverk að vera bóka- og listasafn, salur tónlistarskólans verður nýttur til tónleikahalds og Edinborgarhúsið er m.a. ætlað til sviðslista. Framkvæmdir við húsin hafa staðið yfir um nokkurt skeið og er framkvæmdum við tvö hin fyrstnefndu nánast lokið.
Endurbygging húsanna verður á vegum sveitarfélagsins sem jafnframt mun bera fulla ábyrgð á rekstri og viðhaldi þeirra.
Á fundi ríkisstjórnarinnar hinn 22. apríl 2003 var ákveðið að framlag ríkissjóðs til endurbyggingar menningarhúsanna þriggja á Ísafirði yrði alls 251,2 m.kr. sem er 60 hundraðshlutar af kostnaðaráætlun.
Gamla héraðssjúkrahúsinu verður ætlað það hlutverk að vera bóka- og listasafn, salur tónlistarskólans verður nýttur til tónleikahalds og Edinborgarhúsið er m.a. ætlað til sviðslista. Framkvæmdir við húsin hafa staðið yfir um nokkurt skeið og er framkvæmdum við tvö hin fyrstnefndu nánast lokið.
Endurbygging húsanna verður á vegum sveitarfélagsins sem jafnframt mun bera fulla ábyrgð á rekstri og viðhaldi þeirra.
Menntamálaráðuneytið, 25. apríl 2003