Sjálfbært orkusamfélag í Grímsey.
Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Nr. 9/2003
Sjálfbært orkusamfélag í Grímsey,
Múla í Grímsey, 30. apríl n.k. kl. 17:00
Þann 30. apríl n.k. munu Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Hjálmar Árnason, alþingismaður, kynna niðurstöður nefndar um sjálfbært orkusamfélag í Grímsey. Nefndin starfaði undir stjórn Hjálmars Árnasonar, alþingismanns, en aðrir nefndarmenn voru Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor, Örn Helgason, prófessor, Helga Tulinius, jarðeðlisfræðingur á Orkustofnun og Árni Ragnarsson, verkfræðingur á Orkustofnun. Nefndin gerði forúttekt á nokkrum mismunandi orkukerfum í Grímsey, þ.á.m. hagkvæmni vindbeislunar og hagkvæmni þess að leggja þar hitaveitu. Skýrslan verður kynnt á opnum fundi í Múla í Grímsey miðvikudaginn 30. apríl og mun hann hefjast kl. 17:00.
Nánari upplýsingar veitir Kristín Haraldsdóttir, deildarsérfræðingur í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu í síma 545-8500 eða 690-3477.
Reykjavík 25. apríl 2003.