Hoppa yfir valmynd
30. apríl 2003 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Samningur um byggingu sundlaugar í tengslum við íþróttahús Framhaldsskólans á Laugum

Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra, og Jóhann Guðni Reynisson, sveitarstjóri í Þingeyjarsveit, undirrituðu í gær samning um byggingu sundlaugar í tengslum við íþróttahús Framhaldsskólans á Laugum í Reykjadal.


Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra, og Jóhann Guðni Reynisson, sveitarstjóri í Þingeyjarsveit, undirrituðu í gær samning um byggingu sundlaugar í tengslum við íþróttahús Framhaldsskólans á Laugum í Reykjadal.

Sundlaugin verður við suðurhlið núverandi íþróttahúss og verður hún 25 metra löng. Arkitektastofan Form ehf. á Akureyri hefur annast teikningar á sundlauginni en gert er ráð fyrir að mannvirkið muni kosta um 110 milljónir kr. Þar af greiðir ríkissjóður 60% en sveitarfélagið 40%. Auk þess mun sveitarfélagið koma upp á svæðinu ýmsum leiktækjum og annarri viðbótaraðstöðu á sinn kostnað og hafa umsjón með og annast rekstur laugarinnar.

Menntamálaráðuneytið, 30. apríl 2003

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta