Kaupmannahafnaryfirlýsingin um starfsmenntun
Til þeirra er málið varðar
Á fundi evrópskra menntamálaráðherra sem haldinn var í Kaupmannahöfn dagana 29. og 30. nóvember 2002 var samþykkt yfirlýsing um aukið samstarf í Evrópu á sviði starfsmenntunar. Yfirlýsingin kveður á um að komið verði upp sameiginlegum ramma fyrir mat á hæfni og getu einstaklinga og að leitast verði við að auka gagnsæi menntunar og hæfnikrafna. Þá er hvatt til þess að komið verði á samræmdu einingakerfi (ECTS) fyrir starfsmenntun, viðmið um gæði náms verði sameiginleg og reglur um mat á óformlegu og óformuðu námi verði samræmdar. Loks segir í yfirlýsingunni að náms- og starfsráðgjöf skuli aukin.
Kaupmannahafnaryfirlýsingin fellur vel að markmiðum íslenskra stjórnvalda um aukið samstarf á sviði starfsmenntamála, bæði milli skóla og aðila á vinnumarkaði, en ekki síður um alþjóðlegt samstarf. Menntamálaráðuneytið tekur undir áherslur yfirlýsingarinnar á aukið aðgengi almennings að námi og um opnun skólakerfisins gagnvart umheiminum.
Ástæða er til að kynna yfirlýsinguna fyrir öllum þeim sem láta sig málefni starfsmenntunar varða og er hún því send með bréfi þessu yður til kynningar. Einnig er hægt að lesa texta yfirlýsingarinnar á heimasíðu menntamálaráðuneytisins, menntamalaraduneyti.is. Vinsamlega komið efni yfirlýsingarinnar á framfæri við þá sem hún á erindi til.
Kaupmannahafnaryfirlýsingin
(Maí 2003)