Nefnd um tillögur um tímabil um hrygningarstopp.
8. maí 2003.
Fréttatilkynning
Sjávarútvegsráðherra, Árni M. Mathiesen, hefur gengið frá skipan nefndar, sem er ætlað að koma með tillögur um það tímabil, sem hrygningastopp stendur yfir, möskvastærð neta og útfærslu þeirra. Nefndinni er ætlað að ljúka störfum eigi síðar en 1. Ágúst 2003.
Nefndina skipa: Ármann Kr. Ólafsson, sem jafnframt er formaður, Jóhann Sigurjónsson, Kristján Þórarinsson, Sævar Gunnarsson og Viðar Sæmundsson.
Sjávarútvegsráðuneytið.