Hoppa yfir valmynd
9. maí 2003 Utanríkisráðuneytið

Framlag Íslands til eflingar á starfsemi ÖSE gegn mansali og kynlífsþrælkun

Nr. 048

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Íslensk stjórnvöld hafa í störfum sínum lagt áherslu á mannréttindamál, réttindi barna og baráttuna gegn mansali og voru þessar áherslur Íslands áréttaðar á ráðherrafundi ÖSE í Portó 6.-7. desember 2002. Varlega áætlað er talið að þúsundir stúlkubarna og kvenna hafi verið þvingaðar til vændis og kynlífsþrælkunar á Balkanskaga undanfarin ár.

ÖSE telur baráttuna gegn þessum hörmulegu glæpum forgangsverkefni á Balkanskaga. Minna má á að þessi glæpastarfsemi er nátengd ólöglegri verslun með vopn, eiturlyfjasölu- og smygli og fjármögnun hryðjuverka. ÖSE hefur með markvissum hætti aukið aðgerðir sínar í baráttunni gegn mansali og kynlífsþrælkun á Balkanskaga á undanförnum árum.

Í ljósi þeirrar áherslu sem íslensk stjórnvöld leggja á þennan mikilvæga málaflokk á vegum ÖSE hefur Bosníunefnd ákveðið að veita 2,5 milljónum króna til eflingar starfsemi ÖSE gegn mansali og kynlífsþrælkun kvenna og stúlkubarna í Bosníu og Hersegóvínu.

Þetta fjárframlag íslenskra stjórnvalda verður notað til að ráða innlendan sérfræðing til sendinefndar ÖSE í Bosníu-Herzegóvínu til tveggja ára. Að frumkvæði Íslands hafa verið unnin drög að starfslýsingu fyrir viðkomandi sérfræðing en starf hans yrði sérstaklega fólgið í aukinni fræðslu og eflingu vitundar almennings (awareness raising) um mansal og ofbeldi gegn konum og börnum í Bosníu. Einnig yrði það hlutverk hans að sinna samskiptum við frjáls félagasamtök á þessu sviði auk skipulagningar aðstoðar við fórnarlömb mansals til að efla eftirfylgni innlendra stjórnvalda vegna landsáætlunar Bosníu og Hersegóvínu gegn mansali.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 9. maí 2003


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta